Fyrir hvað standa emmin í M&M?

Litríku súkkulaðidroparnir M&M, voru fyrst framleiddir árið 1941.
Litríku súkkulaðidroparnir M&M, voru fyrst framleiddir árið 1941. mbl.is/AP

Karakterar vinsælustu súkkulaðihnappa heims, M&M, fengu á dögunum yfirhalningu á útliti eins og við komum inn á hér á matarvefnum. En fyrir hvað standa „emmin“ í nafninu á súkkulaðinu sjálfu?

Hið sívinsæla súkkulaðikonfekt ef við megum kalla það sem slíkt, kemur í hinum ýmsu bragðtegundum – t.d. með hnetusmjöri, hvítu súkkulaði, karamellu eða pretzel, svo eitthvað sé nefnt. Og allt kætir þetta bragðlaukana! Við hámum í okkur M&M eins og enginn sé morgundagurinn og höfum lítið spáð í því til þessa, fyrir hvað emmin í nafninu standa fyrir. Hér er engin stór ráðgáta á ferð, því emmin standa fyrir nöfnunum Mars og Murrie – sem báðir stóðu fyrir þróun vörunnar.

M&M var fyrst framleitt árið 1941 og var upphaflega gefið mönnum í bandaríska hernum sem börðust í seinni heimsstyrjöldinni. En súkkulaðið var gætt þeim eiginleika að hægt var að bera það á sér í heitu loftslagi, án þess að það myndi bráðna svo auðveldlega. Súkkulaðið varð gríðarlega vinsælt eftir stríð, og var þá brugðið á það ráð að stimpla hvert súkkulaði með hinu fræga „M“, til að koma í veg fyrir að ruglast yrði á sælgætinu þeirra og annara framleiðanda. Bókstafurinn var upphaflega svartur en var breytt yfir í hvítan árið 1954, og sama ár voru hneturnar kynntar til leiks. Nýjasta viðbót vörumerkisins er Chocolate Fudge Brownie sem fór í sölu í Bandaríkjunum árið 2020.

mbl.is