Stofnaði fyrirtæki og skipuleggur nú skápa

Hér er sannarlega búið að flokka og taka til í …
Hér er sannarlega búið að flokka og taka til í skápunum. Mbl.is/@_cinderellascloset_/Mercury Press

Hvert væri þitt draumastarf? Kona nokkur, lifir stóra drauminn við að skipuleggja fataskápa hjá öðrum og þénar pening fyrir verkið.

Námsmaðurinn Ella McMahon, segist lifa drauminn eftir að hafa stofnað sitt eigið fyrirtæki og skipuleggur fataskápa fyrir fólk. Hún þénar um 90 þúsund krónur á mánuði við að flokka föt og skó – og setur aurinn inn á innborgun í hús. Hún segist eyða um þremur til níu klukkustundum í að hreinsa til og flokka hvern fataskáp og elskar þegar nógu mikið rót er í skápunum.

Ella er með 20 fasta viðskiptavini sem hún heimsækir á tveggja vikna fresti til að fylgja eftir tiltektinni í skápunum. Hún vill meina að það sé mun auðveldara að finna til flíkur fyrir daginn, þegar búið er að flokka og raða - þá jafnvel upp eftir litum.

Mbl.is/@_cinderellascloset_/Mercury Press
Ella elskar að taka til í skápum hjá öðru fólki …
Ella elskar að taka til í skápum hjá öðru fólki og fær borgað fyrir það. Mbl.is/@_cinderellascloset_/Mercury Press
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert