Svona fjarlægir þú olíubletti úr fötum

Svona losnar þú við erfiða bletti úr fötum
Svona losnar þú við erfiða bletti úr fötum mbl.is/

Við höfum öll lent í því að fá slettur af olíublettum á okkur við eldamennskuna – eða við það eina að borða og missa eitthvað niður á okkur. Og það getur reynst erfitt að losna við blettina úr fötum eða borðdúknum ef því er að skipta. En þá er þetta leiðin til að losna við blettina.

Svona fjarlægir þú olíubletti úr fötum

  • Helltu smávegis af uppþvottalögi á blettinn.
  • Stráðu nóg af natroni yfir og nuddaðu létt yfir blettinn.
  • Láttu standa í smá stund á meðan bletturinn dregur í sig blönduna og þvoðu samkvæmt leiðbeiningum.
mbl.is