57 ára í ofurformi eftir að hafa breytt um mataræði

Ljósmynd/Aðsend

Smári Harðarson og Marzena Jankowska breyttu um mataræði fyrir nokkrum árum og segjast finna fyrir gríðarlegum mun í kjölfarið. Heilsa þeirra hafi gjörbreyst og í kjölfarið stofnuðu þau sitt eigið fyrirtæki til að auka aðgengi að heilnæmum, hollum og aukaefnalausum ketó vörum.

Smári er 57 ára gamall og hefur alltaf verið duglegur í ræktinni að eigin sögn. Samt hafi alltaf vantað eitthvað upp á. Hann hafi langað að bæta formið enn meira og minnka fituprósentuna. Sjálfur segist hann vera duglegur að fylgja nýjustu stefnum og straumum en þegar hann tók út sykurinn og jók neyslu á góðri fitu var ekki aftur snúið. Líkaminn róaðist að hann sögn en nú er hann alfarið á lágkolvetnafæði.

Marzena segir að heilsa hennar hafi gjörbreyst eftir að hún tók upp ketómataræði. Hún þjáðst af hormónavandamálum sem hafi leitt til sykursýki og skjaldkirtilsvandamála, auk þess að eiga erfitt með að léttast en eftir að hún kynntist lágkolvetnamataræði og síðar ketó hafi líf hennar gjörbreyst. Hún segist líta á það sem staðfestingu á því hversu slæm áhrif sykur hefur á heilsuna og hvað ketó getur hjálpað við að laga hormónabúskapinn og að léttast.

„Grunnreglan í ketó og lágkolvetnafæði er að líkaminn fái þá næringu og bætiefni sem hann þarf. Þetta á að vera lífstíll frekar en tímabundin megrun eða redding fyrir sumarfríið,“ segir Marzena en þau stofnuðu fyrirtækið sem sérhæfir sig í innflutningi á vönduðum ketó vörum. 

„Þess vegna stofnuðum við KetoIceland. Við viljum bjóða vörur sem fólk getur treyst að séu 100% náttúrulegar. Okkar markmið er og hefur alltaf verið að selja eins heilnæmar, hollar og aukaefna lausar vörur og mögulegt er. Við höfum minni áhuga á vörum sem eru með mikið af gervisætu og rotvarnarefnum.“

„Okkur finnst framleiðendur hafa „misnotað” bragðlauka okkar með mikið af sætuefnum sem gera okkur háð sætubragði, í staðin fyrir að finna bragðið af náttúrunni. Þess vegna er svo auðvelt að finna allsstaðar, svokallaðar lágkolvetna vörur sem eru fullar af allskonar sætuefnum, fylliefnum og gerviefnum,“ segir Marzena.

Ketoiceland býður upp á ketó og lágkolvetnavörur og flestar vörurnar eru einnig vegan. „Við flytjum vörurnar inn frá Englandi og Póllandi. Mikill tími fór í að finna vörur sem uppfylla okkar kröfur. Við bjóðum ýmsa vöruflokka eins og brauðblöndur með nánast engum kolvetnum, snakk, ketó stykki og nammi með kaffinu. Spennandi hnetusmjör með hindberjum og kasjú hnetusmjör með appelsínubragði. Og allskonar ketó lágkolvetna vörur sem sjón er sögu ríkari á ketoiceland.is.  Einnig erum við að hefja samstarf við íslenskt bakarí um framleiðslu á okkar eigin vörum.“

„Við höfum opnað fyrir spjall á vefsíðunni þar sem fólk er velkomið að koma með fyrirspurnir um okkar vörur en þær eru í dag fáanlegar í Hagkaup og í verslunum N1.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert