Langflottustu framhliðarnar á Ikea skápa

Superfront sérhæfir sig í framleiðslu á framhliðum á Ikea einingar.
Superfront sérhæfir sig í framleiðslu á framhliðum á Ikea einingar. mbl.is/Superfront

En enn fleiri sækjast nú í að flíkka upp á gamlar skápaeiningar með því að skipta um framhliðar og endurnýta það sem fyrir er.

Superfront er í eigu Monicu og Mick Born, sem leiddust út í reksturinn eftir að hafa staðið í þeim sporum að gera upp íbúðina sína og langaði að gera eitthvað nýtt án þess að veskið myndi kvarta. Þau hönnuðu því fronta á Ikea einingar sem fékk hjólin til að snúast – og í dag reka þau fyrirtækið Superfront sem býður upp á meira en 14 milljónir mismunandi samsetningar af húsgögnum, því ættir þú að finna nákvæmlega það sem þú leitar að. Það sem vekur athygli eru ekki bara litir og efnisval, heldur öll þau munstur sem finnast í framhliðunum og gera þau eins spennandi og þau eru. Superfront hannar og framleiðir ekki bara framhliðar, því þau eru líka með handföng, fætur, hliðar og toppa sem passa á alla helstu Ikea skápa og hægt að skoða nánar HÉR.

Superfront eru alls ekki þeir einu á markaðnum sem bjóða upp á framhliðar – því okkar íslenska og ástsæla HAF Studio gerir slíkt hið sama og er alls ekki síðra.

mbl.is/Superfront
mbl.is/Superfront
mbl.is/Superfront
mbl.is/Superfront
mbl.is/Superfront
mbl.is/Superfront
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert