Martha Stewart fetar í fórspor Snoop

Drottningin sjálf, Martha Stewart, með nýtt hvítvín á markað.
Drottningin sjálf, Martha Stewart, með nýtt hvítvín á markað. Mbl.is/19 Crimes

Martha Stewart kynnir nýtt hvítvín til leiks í samstarfi við vínframleiðandann 19 Crimes - eða frá sama framleiðanda og Snoop Dogg gerði hér um árið.

Vínframleiðandinn 19 Crimes kynnir í samstarfi við Mörtu Stewart, fyrsta kaliforníska hvítvínið sem þeir senda frá sér – en áður hefur Snoop Dogg verið í samvinnu við 19 Crimes, er hann setti rauðvín og rósavín á markað. 19 Crimes segir í samtali að vínið sé eins djarft og persónuleiki Mörtu og þá er nú von á góðu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Martha kemur nálægt vínframleiðslu, þar sem hún stofnaði vínbúð undir eigin nafni árið 2017 þar sem hún viðurkenndi að hún smakki hvert einasta vín sem hún býður til sölu. Það leikur þó enginn vafi á því hvaða flösku um ræðir í nýja samstarfinu við 19 Crimes, þar sem andlit Mörtu prýðir flöskuna sjálfa – rétt eins og sannri drottningu sæmir. 

Mbl.is/19 Crimes
Mbl.is/19 Crimes
mbl.is