Nýtt kökumix Dolly Parton er það allra heitasta

Dolly Parton með nýtt kökumix í framleiðslu.
Dolly Parton með nýtt kökumix í framleiðslu. Mbl.is/Sebastian Smith

Kántrísöngkonan Dolly Parton var að senda frá sér kökublöndur í samstarfi við Duncan Hines, og uppskriftirnar eru innblásnar af uppáhaldi fjölskyldu Dollyar.

Samstarfsverkefni Dolly og Duncan Hines verður fáanlegt frá og með í mars og inniheldur tvær kökublöndur og tvö frosting. Blöndurnar eru Southern Style Coconut og Southern Style Banana sem hljómar afskaplega spennandi.

Dolly segist alltaf hafa haft unun af því að elda og ólst upp við mikla matargerð í foreldrahúsum sem hún elskar sérstaklega. En hún segist hafa lært allt sem hún kann í dag á uppvaxtarárum sínum – eða allt frá því að búa til kex og sósur, og yfir í súkkulaðikökur. Því sé hún einstaklega spennt að setja nýjar baksturvörur á markað.

Mbl.is/Duncan Hines
mbl.is