Drykkurinn sem styrkir bæði húð og hár

Linda Ben.
Linda Ben. Ljómsynd/Instagram

„Þessi smoothie er alveg einstaklega bragðgóður og fullur af ofurfæðu sem nærir húð og hár,“ segir Linda Ben um nýja uppáhalds drykkinn sinn en það heitasta heitt er að blanda kollageni út í nánast hvað sem er. Kollagen drykkir hafa átt miklum vinsældum að fagna og fremstur þar í flokki er sjálfsagt Collab sem inniheldur bæði koffín og kollagen auk þess að innihalda íslenkst vatn.

„Þessi drykkur inniheldur meðal annars hreint kakó er einstaklega ríkt af andoxunarefnum sem verndar húðina gegn ótímabærum öldrunareinkennum. Hann inniheldur einnig hampfræ og hnetusmjör sem er ríkt af hollri og góðri fitu sem gefur húðinni raka og nærir hana innan frá. Graskersfræ eru rík af zinki sem er mjög gott fyrir húðina. Uppáhalds fæðubótarefnið mitt er án efa Feel Iceland kollagenið, ég sé svo mikinn mun á húðinni og hárinu mínu eftir að ég byrjaði að taka það inn fyrir tæpu ári síðan, svo að sjálfsögðu er kollagenið að finna í þessum drykk,“ segir Linda um drykkinn sem er vel þess virði að prófa.

Silkimjúkur kakó kollagen drykkur

  • 2 dl frosið mangó
  • 1 lítill banani
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 1 msk. hampfræ
  • 1 msk. graskersfræ
  • 1 msk. kakó
  • 2 msk. Feel Iceland Kollagen
  • 350 ml haframjólk

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefnin saman í blandara þar til verður að drykk.
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert