Pastaréttur Lindu Ben tikkar í öll box

mbl.is/Linda Ben

Ef þú varst að spá í hvað þú ættir að hafa í kvöldmatinn þá þarftu ekki að velta því lengur fyrir þér.

Hér er skotheld pastauppskrift úr smiðju Lindu Ben sem getur ekki klikkað.

Rjómalagað pestó pasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

  • 200 g Barilla heilhveiti spagettí
  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 250 g sveppir
  • 2-3 msk ólífu olía
  • 190 g rautt pestó
  • 250 ml rjómi
  • 200 g sólþurrkaðir tómatar
  • 100 g spínat
  • Salt og pipar
  • 2 tsk oreganó
  • ½ tsk þurrkaðar chillí flögur
  • Parmesan ostur (mjög gott, en má sleppa)
  • Má bæta við skinku eða kjúkling ef vill

Aðferð:

  1. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið laukinn, hvítlaukinn og sveppina niður og steikið upp úr ólífu olíu. (ef þið viljið bæta út í skinku eða forelduðum kjúkling út í réttinn, gerið það þá hér, skerið í hæfilega stóra bita og steikið með).
  3. Bætið pestóinu út á pönnuna ásamt rjóma og blandið saman.
  4. Skerið sólþurrkuðu tómtana gróft niður og bætið út á pönnuna ásamt spínatinu, blandið saman.
  5. Kryddið til með salti, pipar, oreganó, chillí og leyfið að malla í u.þ.b. 5 mín.
  6. Þegar spagettíið er orðið soðið, hellið vatninu af og bætið spagettíinu út á pönnuna, hrærið saman.
  7. Berið fram með parmesan osti.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert