Vöfflufranskar sem bragðast eins og djúpsteiktar

Franskar kartöflur standa alltaf fyrir sínu og best er auðvitað ef maður kemst hjá því að djúpsteikja þær án þess að þær verði síðri á bragðið.

Komnar eru í verslanir svokallaðar vöfflufranskar sem eingöngu þarf að hita í ofni eða airfryer og bragðast þær bókstaflega eins og nýkomnar úr djúpsteikingarofninum.

Munið bara að gefa þeim gott rými í ofninum og fylgjast vel með þeim á lokametrunum. Oft er betra að hafa þær aðeins lengur inni til að þær verði stökkari.

Newsweek fjallaði ítarlega um ást fólk á vöfflufrönskum en nýverið birtist myndband á TikTok þar sem útskýrt er hvernig vöfflufranskarnar eru gerðar en myndbandið hefur gengið eins og eldur í sinu um netheima.

Vöfflufranskarnar frá Cavendish eru nú fáanlegar í verslunum Hagkaups.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert