Viðhaldið velkomið með á veitingastaðinn

Nýr veitingastaður býður fjölást velkomna.
Nýr veitingastaður býður fjölást velkomna. mbl.is/LELO

Það er af sem áður var, að þriðja hjólið á stefnumóti þyki eitthvað undarlegt. Því veitingastaður í London býður fólki í allskyns ástarsamböndum velkomið til sín að borða.

Nú geta þeir sem eiga tvo maka, komið hátiðlega út að borða án þess að mæta nokkrum fordómum. Þessi fjölástar-veitingastaður hefur ákveðið að brjóta niður bannorðið með þriggja manna sambönd og annarskonar ást sem er ekki „hefðbundin“, og fagna fjölbreytileikanum. En nýleg könnun hefur leitt í ljós að 28% Breta myndu íhuga að fara í fjölástarsamband á lífsleiðinni. Veitingastaðurinn kallast Throuple, og þess má geta að fjögurra og fimm hliða sambönd eru þar einnig velkomin.

mbl.is