Nýtt íslenskt sykurlaust súkkulaði fyrir sælkera

Súkkulaðinu er pakkað inn í pappír til að sporna við …
Súkkulaðinu er pakkað inn í pappír til að sporna við plastnotkun. mbl.is/Súkkulaði fyrir sælkera

Við elskum súkkulaði - það verður að segjast. Og ekki er verra ef það er íslensk framleiðsla eins og þessi spennandi nýjung hér.

Súkkulaði fyrir sælkera“, er nýtt súkkulaði undir framleiðslu Huxandi, sem er þekkt fyrir sitt afbragðsgóða súrkál svo eitthvað sé nefnt. En hér um ræðir nýjung frá fyrirtækinu, eða handgert súkkulaði án viðbætts sykurs - unnið úr belgísku hágæða súkkulaði sem sætt er með Maltitoli. Það eru hvorki meira né minna en sex tegundir til af góðgætinu - þar á meðal mjólkursúkkulaði, dökkt súkkulaði, hreint súkkulaði, mjólkursúkkulaði með kanil og rúsinum, hvítt súkkulaði með ristuðum heslihnetum og dökkt súkkulaði með chili og sjávarsalti. Því eitthvað fyrir alla!

Súkkulaðið fæst víða eða í verslunum Hagkaupa, Nettó, Kjörbúðunum, Fræinu Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Kjöthöllinni og Matarbúðinni Nándinni.

Nýtt sykurlaust súkkulaði komið á markað.
Nýtt sykurlaust súkkulaði komið á markað. mbl.is/Súkkulaði fyrir sælkera
mbl.is/Súkkulaði fyrir sælkera
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert