Tvær spennandi nýjungar frá Nóa Síríus

Nú ættu sælkerar landins að taka vel eftir því nú eru tvær gómsætar nýjungar frá Nóa Síríus á leið í verslanir. Annars vegar er um að ræða bragðmikið 56% Barón súkkulaði með ljúffengum núggatín möndlum og sjávarsalti. Barón súkkulaðið er hið fullkomna súkkulaði fyrir þroskaða bragðlauka og tónar einstaklega vel við sjávarsaltið og sætuna í möndlunum. Hin varan er ekki síður spennandi en þar er um að ræða hið einstaka Doré karamellusúkkulaði. Gullsleginn liturinn gefur til kynna þá bragðupplifun sem fólk á í vændum, upplifun sem einkennist af ríku en um leið silkimjúku karamellubragði.

„Þessar tvær nýjungar eru alveg einstaklega spennandi og hvet ég að sjálfsögðu alla til að prófa,“ segir Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus, og bætir við að það sé ánægjulegt að geta boðið neytendum upp á þessar ljúffengu nýjungar. „Lífið verður enn ljúfara með Barón og Doré súkkulaði við höndina.“

Eins og allt Síríus súkkulaði þá eru nýju tegundirnar einnig vottaðar af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir einfaldlega að kakóhráefnin eru ræktuð á ábyrgan hátt með sjálfbærni að leiðarljósi. Samtökin tryggja að bændur fái aðstoð við að auka fjölbreytileika uppskerunnar og nýta land sitt betur sem stuðlar að jákvæðari umhverfisáhrifum og dregur meðal annars úr eyðingu regnskóga.

Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus.
Alda Björk Larsen, markaðsstjóri Nóa Síríus.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert