Michelin máltíð sem kostar ekki alla budduna

Nú getur þú borgað minna fyrir mat á Michelin veitingastað.
Nú getur þú borgað minna fyrir mat á Michelin veitingastað. mbl.is/

Þegar við tölum um Michelin veitingastaði, þá setjum við næstum því samasem merki á milli gæði og verðs. En það er óþarfi á þessum veitingastöðum sem við sjáum hér.

Við horfum í stjörnurnar er við heimsækjum fínustu veitingastaði heims, enda táknar hver stjarna ákveðna vinnu til að hljóta Michelin-titilinn. Í Bretlandi eru þó nokkrir veitingastaðir sem tæma ekki bankabókina við heimsókn af fyrsta flokks mat og drykk. En nýverið var gefinn upp listi yfir þessa staði sem rukka minna en 5.000 krónur fyrir máltíðina og eru vel þess virði að skoða ef einhver á ferð um breskar slóðir á næstu misserum.

Michelin veitingastaðir sem tæma ekki budduna

  • Cornerstone (Hackney, London)
  • Trishna (Marylebone, London)
  • The Coach (Marlow, Buckinghamshire)
  • OX Belfast (Belfast, County Antrim)
  • Brat (Shoreditch, London)
  • John’s House (Mountsorrel, Leicestershire)
  • Kitchen W8 (Kensington, London)
  • JOHN Restaurant (Clerkenwell, London)
  • The Woodspeen (Newbury, Berkshire)
  • Restaurant Tristan (Horsham, West Sussex)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert