Keto vatnsdeigsbollur með toffí glassúr

Keto bollur með ómótstæðulegum toffí glassúr.
Keto bollur með ómótstæðulegum toffí glassúr. mbl.is/Keto þjálfun

Bolluuppskriftir eru eins margar og þær eru eflaust góðar. En þessi hér er fyrir keto-nagga, sem og þá sem vilja prófa eitthvað alveg nýtt - og er uppskriftin í boði Kolbrúnar hjá Keto þjálfun. „Glassúrinn  á þessum bollum er alveg truflaður, mæli með að prófa hvort sem þú bakar keto bollur eða færð þér venjulega bollu“, segir Kolbrún.

Keto vatnsdeigsbollur með toffí glassúr

  • 20 g kókoshveiti
  • 40 g möndlumjöl
  • 3 egg
  • 125 g smjör
  • 250 ml vatn
  • 1 msk. XthanGum
  • 1 msk. vínsteinslyftiduft /lyftiduft (venjulegt inniheldur hveiti)
  • 5 dropar Stevia vanilludropar

Toffí lakkrís glassúr

  • 1 poki af Toffí lakkrískúlur frá lowcarb.is
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Setjið vatn og smjör í pott og bræðið saman.
  2. Þegar vatnið og smjörið er bráðnað, slökkvið þá undir og bætið kókoshveitinu og möndlumjölinu saman við. Hrærið vel saman og bætið því næst Xanthan gum saman við.
  3. Látið kólna áður en eggin og vínsteinslyftiduft er sett saman við. Setjið 1 egg í einu og hrærið vel saman við. Endið á að blanda vínsteinslyftiduftinu og steviu dropum saman við deigið.
  4. Leyfið blöndunni að standa í ca. 5-10 min á meðan ofninn er að hitna. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og notið matskeið til að setja deigið á plötuna. Uppskriftin gefur um 12 bollur miðað við fulla matskeið.
  5. Bakið við 180-190° á blæstri í 25-30 mínútur, fer allt eftir ofnum.
  6. Toffí lakkrís glassúr: Lakkrís karamellukúlum og rjóma blandað saman og hitað í potti við vægan hita. Látið kólna aðeins áður en sett er á bollurnar, því blandan þykknar aðeins við að kólna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert