Allt í einu fati kjúklingaréttur frá miðausturlöndunum

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Spennandi, bragóður, exótískur og auðveldur! Þessi orð lýsa þessum dásamlega kjúklingarétti fullkomlega.

Uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS.is og er algjör snilld eins og hennar er von og vísa.

Allt í einu fati kjúklingaréttur frá miðausturlöndunum

Fyrir 3-4

  • 1 kg kjúklingalæri
  • 500 g gulrætur, skornar langsum í bita
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
  • 2 msk. za'atar*
  • 1 sítróna, börkur og safi
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • 2 tsk. hunang
  • ólífuolía
  • 60 g fetaostur
  • 40 g pistasíuhnetur (eða furuhnetur)
  • 1 avacado
  • klettasalat

Aðferð:

  1. Látið kjúklingalæri, gulrætur, lauk, za'atar, börk af sítrónu, salt og pipar, hunang og 4 msk af ólífuolíu saman í skál og blandið öllu vel saman. Þetta má gera 6-8 klst áður en kjúklingurinn er eldaður.
  2. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklinginn og grænmetið í skömmtum (ath ekki ofhlaða á pönnuna)
  3. Látið í 160°C heitan ofn í 10-15 mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast og kjúklingurinn er eldaður í gegn.
  4. Takið kjúklinginn úr ofninum og kreistið sítrónusafa úr hálfri sítrónu yfir kjúklinginn.
  5. Blandið fetaosti og pistasíuhnetum saman í skál ásamt 2 tsk af ólífuolíu. Hellið yfir kjúklingaréttinn.
  6. Látið að lokum sneiðar af avacado yfir ásamt klettasalati.
  7. Za’atar er krydd frá miðausturlöndunum sem fæst í sumum verslunum til dæmi frá Kryddhúsinu. En það er einnig auðvelt að gera það sjáflur.

Za’atar

  • 1 msk. timían
  • 1 msk. cumin (ekki kúmen)
  • 1 msk. kóríander
  • 1 msk. ristuð sesamfræ
  • 1 msk. sumac (ég sleppi stundum)
  • 1/2 tsk. sjávarsalt
  • 1/4 tsk. chilíflögur
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert