Fimm ára barn sent í næringarráðgjöf vegna þyngdaraukningar

Næringarfræðingurinn og næringarþerapistinn Elísabet Reynsidóttir fer með aðalhlutverkið í nýjum Hlaðvarpsþáttum Matarvefs mbl sem bera einfaldlega nafnið Næring og heilsa.

Í þáttunum verður fjallað um samspil næringar og heilsu út frá ýmsum hliðum og mun Elísabet, eða Beta eins og hún er alla jafna kölluð, deila þekkingu sinni með hlustendum.

Í fyrsta þættinum er fjallað almennt um þetta samband næringar og heilsu. Hversu mikilvægt það er að skoða heilsufarsvandamál heildrænt og hversu mikilvægt er að huga að andlegu hliðinni.

Beta deilir reyslusögum úr sínu starfi sem eru margvíslegar en þeirra á meðal er saga fimm ára gamallar stúlku sem send var til hennar til að fá næringarráðgjöf vegna þyngdaraukningar.

Vandinn reyndist ekki liggja jafn ljóst fyrir og margur hefði haldið og þurfti að skoða málið frá fleiri hliðum til að komast í botns í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert