Ofursnjöll leið til að aðskilja egg

Fullt hús matar!
Fullt hús matar! mbl.is/

Hér færum við ykkur enn eina sniðugu leiðina til að skilja að eggjarauðu og hvítuna. Það er nefnilega ekki öllum búið að brjóta egg, án þess að rauðan blandist saman við hvítuna.

Í þessari aðferð er notast við trekt og tvær skálar. Þú einfaldlega brýtur eggið í trektina og heldur henni yfir annari skálinni. Hvítan mun leka ofan í skálina og eftir situr rauðan sem þú vippar yfir í hina skálina. Einfaldara gæti þetta ekki verið!

View this post on Instagram

A post shared by Matur á MBL (@matur.a.mbl)

Hér kemur gamla góða trektin að góðum notum.
Hér kemur gamla góða trektin að góðum notum. mbl.is/TikTok
mbl.is