Nýjungar í þjónustu um borð hjá Icelandair

Sigurður Bogi

Veitingaúrval Icelandair eykst til muna nú í byrjun mars fyrir farþega sem panta máltíð fyrirfram. Farþegar geta pantað máltíð þegar flug er bókað auk þess sem hægt verður að bæta máltíð við bókunina í „ferðin mín“ á vef félagsins þar til 24 klst. fyrir flug. Á meðal þess sem hægt verður að panta fyrirfram er þriggja rétta heit máltíð, smurbrauð, grænkerasalat og ketóbox. Farþegar sem panta ekki máltíð fyrir flug geta eftir sem áður keypt léttar veitingar um borð.

Með þessu vill félagið koma til móts við óskir farþega um aukið vöruúrval auk þess sem þessi þróun endurspeglar áherslur Icelandair í sjálfbærni. Aukið hlutfall fyrirfram pantaðra veitinga stuðlar að minni matarsóun og gerir félaginu auðveldara að áætla magn varnings sem flytja þarf. Við sama tilefni verða teknar í notkun nýjar og umhverfisvænni umbúðir.

Breytingin á veitingaþjónustunni um borð tekur gildi 2. mars að því að fram kemur í fréttatilkynningu.

View this post on Instagram

A post shared by Matur á MBL (@matur.a.mbl)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert