Indverski rétturinn sem kemur alltaf á óvart

Þessi uppskrift er algjört skyldusmakk. Við erum að tala um dásamlegan rétt úr smiðju Helgu Mogensen sem engan ætti að svíkja enda sneisafullur af grænmeti.

Indverskur rófuréttur í kókosmjólk

  • 2 stk rófur, meðalstórar, skornar í litla munnbita
  • 1 stk laukur,  smátt saxaður
  • 2 tómatar skornir í munnbita
  • 6 sveppir skornir í fjóra bita
  • 1 dós af kókósmjólk
  • Smá olía til steikingar
  • Ferskur kóríander og 2 lúkur af fersku spínati
  • 1 hvítlaukur smátt saxaður
  • Smá ferskur engifer, rifinn og safinn notaður í réttinn
  • 1 tsk. broddkúmen
  • Hnífsoddur af cayennapipar
  • 1 tsk. túrmerik
  • Lime
  • Smá salt og 2 msk. sweet chilli sósu

Leiðbeiningar:

  1. Létt steikja þurrkryddin í olíunni og setja grænmetið saman við ásamt söxuðum hvítlauk og malla við vægan hita í ca 20 mín.
  2. Blanda spínatinu saman við og síðan kókósmjólk og engifersafanum.
  3. Smakkið til réttinn og kryddið.
  4. Handfylli af ferskum kóríander er söxuð og sett saman við.
  5. Skreytið síðan með lime bátum.
  6. Þessi réttur er mjög góður með fisk og kjöti.

Höfundur: Helga Mogensen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert