Gullslegið páskaegg einungis til sölu í Hagkaup

mbl.is/Styrmir Kári

Það er fátt sem við elskum heitar en fregnir af nýjum páskaeggjum og nú berast tíðindi úr herbúðum Nóa-Síríusar því framleitt verður sérstakt Doré-páskaegg í takmörkuðu upplagi.

Margir kannast við Doré-súkkulaðið en það er unnið úr ekta karamellu sem blandast einstaklega vel við súkkulaðið sem við þekkjum svo vel. Áferðin verður gullslegin og er bragðupplifunin ólík því sem við eigum að venjast.

Eggið verður þó eingöngu fáanlegt í verslunum Hagkaups sem fóru þess á leit við Nóa-Síríus að eggið yrði framleitt fyrir þá.

„Við höfum smakkað páskaeggið og þetta er páskaegg fyrir sælkera sem að kunna að njóta lífsins. Við eggjum okkur fram við að leita að nýjungum fyrir okkar viðskiptavini og erum viss um að þeir koma til með að kunna vel að meta Doré-páskaeggið fyrir þessa páska. Ábyrg framleiðsla skiptir okkur miklu máli og er allt súkkulaðið frá Nóa-Síríusi vottað af Cocoa Horizonz-samtökunum, sem ábyrgjast að kakóhráefnin séu ræktuð á ábyrgan hátt með sjálfbærni að leiðarljósi. Við hvetjum áhugasama til að tryggja sér páskaegg sem fyrst þar sem að takmarkað magn er í boði og aðeins til sölu í Hagkaupsverslunum,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

Það eru því spennandi tímar fram undan enda páskarnir ein skemmtilegasta sælkerahátíð ársins þar sem gott súkkulaði er í forgrunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert