Drykkurinn sem keyrir daginn í gang

Æðislegur boost drykkur í boði Helgu Möggu.
Æðislegur boost drykkur í boði Helgu Möggu. mbl.is/Helga Magga

Hér er á ferðinni boost drykkur, eða hin fullkomna bomba til að keyra daginn í gang. Uppskriftin er í boði Helgu Möggu sem segir þennan vera í miklu uppáhaldi.

Drykkurinn sem keyrir daginn í gang (fyrir einn)

  • 80 gr frosin hindber
  • 90 gr epli
  • 1 lime
  • 30 gr sítrónu próteinduft
  • 150 ml möndlumjólk eða önnur mjólk
  • 6-8 klakar

Aðferð:

  1. Blandið öllu vel saman í blandara, þykktin á boostinu ræðst af því hversu mikinn vökva þú notar. Mér finnst 150-200 ml vera hæfilegt magn. Það er líka hægt að nota vanilluprótein í þetta boost.
mbl.is