Jerry Seinfeld í nýrri bíómynd um vinsælt sætabrauð

Gamanþáttaleikarinn Jerry Seinfeld er með nýja bíómynd í framleiðslu.
Gamanþáttaleikarinn Jerry Seinfeld er með nýja bíómynd í framleiðslu. mbl.is/silve.com

Gamanþáttaleikarinn Jerry Seinfeld hefur tekið nýja stefnu í bransanum, er hann kynnti á dögunum nýja bíómynd sem hann vinnur að og fjallar um uppruna vinsæls sætabrauðs – eða Pop Tarts.

Pop Tarts er einskonar sætabrauð sem þú setur í ristavélina og hefur verið framleitt af Kellogg's síðan 1964. Hér fer hinn frægi gamanleikari með aðalhlutverk, sér um skriftir og framleiðslu á bíómyndinni „Unfrosted“. Seinfeld hefur gefið út að myndin sé byggð meðal annars á einu augnabliki hans frá barnæsku, er hann uppgötvaði Pop-Tarts í fyrsta sinn. En hann hefur sagt frá atvikinu í nokkrum uppstöndum í gegnum árin og fannst tímabært að fleiri fengju að heyra söguna, og þá í heilli bíómynd.

Þess má geta að Netflix hefur keypt réttinn á myndinni til sýningar, sem hefur til þessa ekki fengið útgáfudag – en tökur munu hefjast í maí nk.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert