Nýr veitingastaður opnar í Hofi

Sölvi Antonsson, matreiðslumaður opnar nýjan stað í Hofi í apríl …
Sölvi Antonsson, matreiðslumaður opnar nýjan stað í Hofi í apríl og mun jafnframt sjá um veitingar á viðburðum og fundum. Ljósmynd/Aðsend

Nýr veitingastaður, Garún / Bistro Bar, opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í apríl.

Samningar hafa tekist með nýjum rekstraraðila, matreiðslumanninum Sölva Antonssyni, sem rekur Ghost Kitchen ehf, Ghost Mountain og Baccalár Bar. Sölvi mun í kjölfarið einnig sjá um veitingar á viðburðum og fundum í Hofi. „Við ætlum í þjóðlegu áttina með mat, drykk, kökur og kaffi og bjóða upp á smubrauðstertur og jafnvel heita brauðrétti. Á hádegishlaðborðinu verður einfaldur og bragðgóður matur á sanngjörnu verði á boðsstólunum,“ segir Sölvi sem stefnir á að opna Garún / Bar Bistró í byrjun apríl að því að fram kemur í fréttatilkynningu.

Hof.
Hof. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert