Flottustu þvottakörfur síðari ára

Smekklegustu þvottakörfur landsins og víðar ef því er að skipta.
Smekklegustu þvottakörfur landsins og víðar ef því er að skipta. Mbl.is/Korbo

Það jafnast fátt á við smekklegar þvottakörfur sem taka við öllum óhreinu fötunum okkar. En þessar hér þykja standa út úr hjá fagurkerum landsins.

Körfurnar eru frá KORBO og eru handgerðar úr galvaniseruðu stáli. Þær finnast í ýmsum stærðum og má sjá víða í eldhúsum landans sem og erlendis. En það eru stærstu körfurnar sem eru notaðar undir þvott, en í þær má kaupa sérstaka taupoka sem henta undir óhreina tauið. Og eins er hægt að fá vegghengi og botnplötu sem hentar vel í þvottakörfurnar. Fyrir áhugasama, þá má finna körfurnar HÉR.

Körfurnar koma í ýmsum stærðum og má nota undir matvæli …
Körfurnar koma í ýmsum stærðum og má nota undir matvæli og annan óþarfa. Mbl.is/Korbo
Mbl.is/Korbo
mbl.is