Partýrétturinn sem bráðnar í munni

ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér gefur að líta uppskrift sem við köllum klárlega Partýrétt ársins enda runninn undan rifjum veisludrottningarinnar Berglindar Hreiðars á Gotteri.is.

Fylltar döðlur í hnetuhjúp

  • Um 15 stykki stórar, ferskar döðlur
  • 150 g Mascarpone ostur frá Gott í matinn
  • 2 msk. hunang
  • 50 g saxaðar hnetur/möndlur að eigin vali (til dæmis pekanhnetur, kasjúhnetur, pistasíur, möndlur, jarðhnetur)

Aðferð:

  1. Skerið rauf í döðlurnar, fjarlægið steininn og opnið „vasa“ í þær.
  2. Blandið Mascarpone osti og hunangi saman í skál, setjið í sprautupoka/zip lock poka og fyllið „vasana“ á döðlunum.
  3. Leggið rjómaostahliðina ofan í skál með söxuðum hnetum/möndlum og veltið aðeins um svo það festist vel af blöndu við hverja döðlu.
  4. Geymið í kæli þar til bera á fram.
ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert