Svona þrífur þú baðherbergisvaskinn á mettíma

Það leikur einn að þrífa baðherbergisvaskinn.
Það leikur einn að þrífa baðherbergisvaskinn. mbl.is/

Einfalt og snargott húsráð, hvernig best sé að þrífa baðherbergisvaskinn á innan við tveim mínutum.

Vaskurinn inn á baðherbergi á það til að verða fljótt skítugur, þá sérstaklega á stórum heimilum. En með þessari einföldu aðferð, mun það taka þig stutta stund að þrífa hann skínandi hreinan á mettíma.

Svona þrífur þú baðherbergisvaskinn

  • Stráðu matarsóda yfir vaskinn.
  • Sprautaðu smá uppþvottalögi yfir vaskinn.
  • Nuddaðu vaskinn með svampi.
  • Skolaðu og strjúktu yfir með þurrum klút.
mbl.is