Undrablandan sem gerir gólfið skínandi hreint

Það er mun minna mál en við höldum að þrífa …
Það er mun minna mál en við höldum að þrífa gólfið skínandi hreint. mbl.is/

Við rákumst á þessa þvottablöndu og stóðumst ekki mátið enda fékk hún afar góð meðmæli. Við seljum það þó ekki dýrar en við keyptum og brýnum auðvitað fyrir fólki að fara eftir tilmælum gólfefnaframleiðenda og þar fram eftir götunum.

Blandan er engu að síður sögð fá gólfið til að glansa eins og nýtt. Og þetta er uppskriftin!

Svona verður gólfið skínandi hreint

  • ¼ bolli edik
  • 1 msk. uppþvottalögur
  • ¼ bolli ísóprópanól (rubbing alcohol – má sleppa)
  • Blandið saman við heitt vatn og sjáið gólfið verða skínandi hreint
mbl.is