Íslenskir veitingamenn bjóða upp á úkraínska rétti

Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Ramen Momo á Tryggvagötunni er í miklu uppáhaldi hjá mörgum enda þekktur fyrir framúrskarandi mat á góðu verði.

Nýjasti rétturinn á matseðlinum er úkraínskt Ramen og dömlings ramen þar sem grunnurinn er rauðrófusúpan sem er þjóðarsúpan þar í landi.

Að sögn Ernu Pétursdóttur, eiganda Ramen Momo var markmiðið með þessu að leggja lóð á vogarskálarnar. „Við bjuggum til úkraínskt ramen og dömplings ramen þar sem grunnurinn er rauðrófusúpan, sérréttur landsins, og við erum með dömplings sem líkir eftir vúshkasveppaböggum. Með þessu langar okkur að kynna Íslendingum sýnishorn af matarmenningu Úkraínu og fræðast um hráefnið sem við notum í ramen, ávallt með fullri virðingu og til góðs,“ segir Erna aðspurð.

Rétturin verður í boði allan marsmánuð og ágóðinn rennur til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert