Nýr 1944 réttur á leið í verslanir

Þau stórtíðindi berast úr herbúðum 1944 að nýr réttur sé á leið í verslanir.

Um er að ræða marokkóskan lambapottrétt með krydduðum hrísgrjónum en marokkóskur matur er þekktur fyrir að vera ákaflega bragðmikill og góður.

Lambakjöt er mikið notað í þarlendri matargerð og því smellpassar rétturinn hér á landi þar sem þjóðarrétturinn okkar, lambakjötið, fær sín notið í spennandi búning.

Að sögn forsvarsmanna 1944 er rétturinn bragðmikill og ljúfur í senn, með kröftugum bragðtónum og góðum ilm. Rétturinn ætti að falla flestum í geð enda inniheldur hann bæði apríkóskur og döðlur sem er nýtt tilbrigði við íslenska lambakjötið.

Marokkóski lambapottrétturinn er á leið í verslanir þessa dagana og verður skemmtileg viðbót við í 1944 flóruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert