Segir pulsu með tómat og sinnepi vera besta skyndibitann

Einar Bárðason er matgæðingur vikunnar á matarvefnum.
Einar Bárðason er matgæðingur vikunnar á matarvefnum. Ljósmynd/Hafnarfjarðarbær

Það þarf vart að kynna Einar Bárðarson sem svarar nokkrum vel völdum hraðaspurningum fyrir okkur – enda matgæðingur mikill, fyrir utan mörg önnur merkari störf. Einar segir pulsu með tómat og sinnepi vera besta skyndibitann, en þó hefur hann gætt sér á einhverskonar slöngu í nýju Mexíkó. Við rýnum nánar í matarprófíl Einars hér fyrir neðan.

Kaffi eða te: Kaffi, helst Lavazza frá Torino.

Hvað borðaðir þú síðast? Hakk og spagettí sem frúin eldaði í gærkvöldi.

Hin fullkomna máltíð? Með góðum vinum eða fjölskyldu. Maturinn má vera góður líka.

Hvað borðar þú alls ekki? Súran þorramat.

Avókadó á ristað brauð eða pönnukökur með sírópi? Ég er nú meira svona Cheerios með rúsínum týpan.

Súpa eða salat? Salat

Uppáhalds veitingastaður? Sport og Grill í Smáralind.

Besta kaffihúsið? Kaffi Krús og Adesso.

Salt eða sætt? Sætt

Fiskur eða kjöt? Fiskur

Hvað setur þú á pítsuna þína? Rjómaost, pepperóní og döðlur.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Einhverskonar slanga í nýju Mexíkó.

Matur sem þú gætir ekki lifað án? Ætli ég verði ekki að viðurkenna að það væri ostur. Svo má vera hvað sem er undir honum. Tekex, hrökkbrauð eða súrdeigsbrauð.

Uppáhalds drykkur? Toppur, blár í miðri viku og gulur um helgar.

Besta snarlið? HP flatkaka með tveimur Góð-ost sneiðum frá Mjólkurbúi flóamanna.

Hvað kanntu best að elda? Lambalæri ef þú spyrð fjölskylduna.

Hvenær eldaðir þú síðast fyrir einhvern? Lambalæri með rótargrænmeti og bernaise.

Uppáhalds eldhúsáhaldið: Pannan

Besta uppskriftarbókin: Bækurnar hennar Yesmine mágakonu minnar.

Sakbitin sæla: Ís með heitri súkkulaðisósu.

Uppáhalds ávöxtur: Banani, það vita allir í kringum mig.

Besti skyndibitinn: Pulsa með tómat og sinnepi í Pulsuvagninum á Selfossi.

Ef þú fengir Vigdísi Finnbogadóttur í mat, hvað myndir þú elda? Ég hugsa að ég myndi bjóða henni í Þjóðólfshaga lambalæri að hætti Umboðsmanns Íslands.

Einar stýrir morgunþætti á K100 alla laugardaga.
Einar stýrir morgunþætti á K100 alla laugardaga. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert