Svona áttu að þvo litaðan þvott

Öll bestu húsráðin eru hér að finna.
Öll bestu húsráðin eru hér að finna. mbl.is/

Hvernig er best að viðhalda litnum í flíkunum okkar, þannig að hann byrji ekki að fölna eftir fyrsta þvott? Jú, með þessu einfalda húsráði sem við sýnum ykkur hér, þá munu spjarirnar halda sínum sjarma lengur en þig grunar.

Besta ráðið fyrir litaðan þvott

  • Snúið flíkinni á röngunni.
  • Setjið tvær matskeiðar af salti inn í tromluna með þvottinum.
  • Þvoið svipaða liti saman.
  • Notið alltaf edik í staðinn fyrir mýkingarefni.
  • Notið helst fljótandi þvottaefni.
  • Passið að þvo ekki flíkurnar á of miklum hita.
mbl.is