Taco sem er fullkomið í partý og veislur

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Aðdáendur mexíkósks matar hér á landi eru margir enda sérlega bragðmikill og skemmtilegur matur. Hér erum við með algjöra snilld en það eru hinir svokölluðu taco bátar. Hér eru þeir í míni-útgáfum sem henta sérstaklega vel fyrir veislur og partý... og svo auðvitað fyrir litla fingur.

Þannig henta smábátarnir vel fyrir allra minnstu fjölskyldumeðlimina sem elska að fá sínar eigin útgáfur af fjölskyldumatnum – bara í minni stærðum.

Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn að þessari snilld eins og hennar er von og vísa.

Partý tacobátar

15-18 stykki (fyrir 4-5 manns)

BBQ kjúklingur

  • Um 800 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 laukur
  • ½ poki Old El Paso Fajita krydd
  • 200 g sæt bbq sósa
  • 130 ml vatn

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C.
  2. Kryddið kjúklingakjötið með fajita kryddi og setjið í pott/eldfast mót.
  3. Skerið laukinn til helminga og leggið í pottinn (laukurinn aðeins settur í fyrir betra bragð).
  4. Hellið bbq sósunni og vatninu saman við, setjið lok/álpappír yfir og inn í ofn í 2 klukkustundir og 45 mínútur.
  5. Takið þá úr ofninum, hendið lauknum og leyfið aðeins að hvíla. Tætið síðan niður með tveimur göfflum og setjið í bátana.

Bátar og meðlæti

  • 15-18 stykki Old El Paso mini Taco bátar
  • Iceberg
  • Rifinn ostur
  • Avókadó
  • Ferskur ananas
  • Rauðlaukur
  • Kóríander
  • Hellmann‘s garlic jalapeno street food sósa
  • Old El Paso nachosflögur
  • Old El Paso guacamole
  • Old El Paso ostasósa
  • Old El Paso salsasósa

Aðferð:

  1. Hitið taco bátana samkvæmt leiðbeiningum á pakka, skerið niður grænmeti og raðið öllu þar ofan í; káli, osti, avókadó, ananas, rauðlauk, kóríander og kjúklingi og sprautið majónesi yfir allt í lokin.
  2. Berið fram með Old El Paso sósum og nachosflögum.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert