Snjalla aðferðin til að opna vínflösku

Við nýtum öll tilefni til að opna flösku og fagna.
Við nýtum öll tilefni til að opna flösku og fagna. mbl.is/

Við deyjum ekki ráðalaus ef tappinn í vínflöskunni situr fastur og okkur vantar réttu tólin í verkið. Enda verðum við sjaldan strand hér á matarvefnum er kemur að góðum húsráðum.

Til þess að opna flösku með korktappa, án þess að nota tappatogara – þá er til önnur aðferð sem virkar alls ekki síður. Hér er notast við verkfæri sem ætti að finnast inn á öðru hverju baðherbergi. Sléttujárn er það sem við erum að vitna í, en það er notað til að hita flöskuhálsinn sem síðar verður til þess að tappinn skýst upp á yfirborðið og vegir vínsins verða okkur færir.

Ljóst er að þetta er fremur algengt vandamál því þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem við bendum á snjallar leiðir til þess að opna vínflöskur. Spurt er: Hver ætli virki best?

Prófaðu að hita flöskuhálsinn með sléttujárni og sjáðu tappann skjótast …
Prófaðu að hita flöskuhálsinn með sléttujárni og sjáðu tappann skjótast upp. mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert