Jógúrt kaka með hvítu súkkulaði

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

Það er engin en Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur & smjör sem á þessa dásemdar uppskrift sem að sögð er gulltryggja góða helgi.

Jógúrt kaka með hvítu súkkulaði

  • 200 g graham kex
  • 100 g smjör
  • 1 dl ristaður kókos
  • 250 ml rjómi
  • 350 g grísk jógúrt
  • 2 msk flórsykur
  • 100 g hvítt súkkulaði

Setjið kexið í matvinnsluvél, myljið og setjið í skál. Setjið kókosinn í matvinnsluvél ef þið eruð með flögur annars bætið þið beint saman við kexmulninginn. Bræðið smjörið og blandið vel saman við kexið og kókosinn.

Takið 18 cm form, gott að setja bökunarpappír eða plastfilmu í botninn og setjið blönduna í botninn og þrýstið vel niður og með fram hliðum. Kælið í ísskáp meðan fyllingin er gerð.

Þeytið rjómann í einni skál, blandið saman grískri jógúrt og flórsykri í annarri og bræðið hvítt súkkulaði inn í örbylgju í þeirri þriðju.

Blandið þá saman þeytta rjómanum saman við grísku jógúrtina með sleikju. Hrærið í súkkulaðinu og passið að það sé allt bráðið, þá er gott að taka smá skammt af grísku jógúrtinni og rjómanum og blanda saman við súkkulaðið og bætið saman við í smá skömmtum þar sem súkkulaðið er heitt og blandan er köld. Blandið síðan öllu saman og hrærið vel. Hellið þá fyllingunni yfir kexbotninn og kælið í 3-4 klst minnst.

Takið kökuna varlega úr forminu og dreifið hindberjum eða jarðaberjum yfir. Þá er bara að bera hana fram!

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert