Pítsan sem sprengir alla skala

Ofsalega girnileg pítsa í boði Önnu Mörtu.
Ofsalega girnileg pítsa í boði Önnu Mörtu. Mbl.is/Anna Marta

Hér er á ferðinni pítsa sem sprengir alla skala! Bragðlaukarnir taka á flug og fjölskyldan mun elska þessa útgáfu af flatböku. Uppskriftin kemur úr smiðju Önnu Mörtu sem hefur fært okkur margar girnilegar uppskriftirnar hér á matarvefnum.

Pítsan sem sprengir alla skala

 • 1 stk Liba-pítsabotn (fæst í frystideild stórmarkaða)
 • 2 msk. döðlumauk ANNAMARTA
 • 1 lúka af mozzarella
 • 1 stk. eldaður andarleggur – taka af leggnum og tæta niður
 • 1/2 rauðlaukur
 • 1-2 lúkur af klettasalati
 • 1-2 msk. granatepli  einnig hægt að nota frosin
 • 2 msk. pestó ANNAMARTA

Aðferð:

 1. Smyrjið döðlumauki á pítsubotninn. Þar næst er mozzarellaosti stráð yfir.
 2. Dreifið andalæri og rauðlauk yfir í lokin.
 3. Bakað í 10 mín. í 200 gráðum.
 4. Takið út og toppað með granateplum, klettasalati og ANNAMARTA-pestói.
mbl.is