Hafragrauturinn sem sprengir alla skala

Ljósmynd/Linda Ben

Þessi hafragrautur er með því rosalegasta sem sést hefur og er eiginlega formlega skilgreindur sem skyldusmakk. Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að honum en hún segir hann miklu einfaldari en hann líti út fyrir að vera.

„Maður einfaldlega mylur hafra og blandar saman við súkkulaði prótein, möndlumjólk og kakónibbur. Því næst blandar maður saman grískri jógúrt, hnetusmjöri og örlitlu agave sírópi. Svo toppar maður grautinn með bræddu dökku súkkulaði og kókosolíu.

Grautinn er upplagt að gera daginn áður (eða nokkrum dögum áður) og borða í morgunmat eða taka með sér sem nesti.“

Súkkulaði kröns hafragrautur með mjúkri hnetusmjörsfyllingu

  • 60 g malað haframjöl frá Muna
  • 25 g Plant Protein Complex frá NOW með súkkulaðibragði
  • 1 msk. chia fræ
  • 200 g mjólk (ég notaði möndlumjólk)
  • 1 msk. kakónibbur frá Muna
  • 70 g grískt jógúrt
  • 1 msk. fínt hnetusmjör frá Muna
  • 1 tsk. dökkt agave síróp frá Muna
  • 2 tsk. kókosolía frá Muna
  • 30 g dökkt súkkulaði (ég notaði 85% súkkulaði, sykurlaust)

Aðferð:

  1. Myljið haframjölið í blandara og setjið í skál ásamt próteini, chia fræjum, mjólk og kakónibbum. Hrærið saman þar til kekklaust og setjið í minni skál sem er hentugri til að borða upp úr, látið standa inn í ísskáp.
  2. Í aðra skál blandið saman grísku jógúrti, hnetusmjöri og agave sírópi. Setjið varlega ofan í skálina með hafragrautnum, 1 tsk í einu, og sléttið varlega úr með bakhliðinni á skeið. Setjið inn í ísskáp.
  3. Setjið kókosolíu og dökkt súkkulaði í skál sem má fara inn í örbylgju. Bræðið saman með því að setja inn í örbylgjuofninn u.þ.b. 30 sek í einu og hrærið vel á milli, hitið þar til bráðnað. Hellið varlega yfir jógúrt lagið og sléttið varlega úr. Setjið aftur inn í ísskáp og geymið í a.m.k. 30 mín.
View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert