Drykkurinn sem tekur þig með á ströndina

Suðrænn og seiðandi! Kokteill að okkar skapi.
Suðrænn og seiðandi! Kokteill að okkar skapi. mbl.is/Presse

Sumar, sól og ískaldir kokteilar! Erum við ekki að setja hugann okkar þangað – löngu komin með nóg af veðurfréttunum hér heima. Hér er kokteill sem mun fleyta þér langt á hvíta strönd með þennan drykk í hönd.

Drykkurinn sem tekur þig með á ströndina

  • 4 hlutar ávaxtaríkt og freyðandi rósavín
  • 4 hlutar dry gin
  • 2 hlutar Coco Lopez kókosrjómi
  • 4 hlutar ananassafi
  • 1 hluti lime safi
  • Til skrauts: Ananas og þurrkaður kókos

Aðferð:

  1. Setjið gin, kókosrjóma, ananassafa og limesafa í hristara fylltan af klaka. Hristið vel. Sigtið yfir glas fyllt af ís.
  2. Toppið með rósavíni.
  3. Skreytið með ananas og þurrkuðum kókos.
mbl.is