Húsráðið sem bjargar veislunni

Það er auðveldara en þú heldur að halda drykkjunum köldum …
Það er auðveldara en þú heldur að halda drykkjunum köldum til lengri tíma. mbl.is/notonthehighstreet.com

Eru veisluhöld framundan þar sem boðið verður upp á kalda drykki? Þá er þetta húsráð sem þú þarft að kunna.

Þetta snjalla húsráð snýr að öllum þeim sem þurfa að kæla drykki og vilja að þeir haldist lengur kaldir en ella. Hvort sem um gosdrykki eða vínflöskur sé að ræða, þá þurfa drykkirnir okkar að vera kaldir – og þá sérstaklega fyrir gesti að njóta. Ef þú notast við ísfötu af einhverjum toga, þá setur þú einfaldlega ½ bolla af salti í fötuna ásamt ísmolum og drykkirnir munu haldast kaldir út allt kvöldið (eða svo til).

mbl.is