Kökurnar sem klárast strax í veislunni

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er merkileg hvað einfaldar kökur á borð við þessa eru góðar og hvað þær eru vinsælar. Elskaðar af bæði ungum sem öldnum og eru alltaf fyrstar til að klárast.

Meistari Berglind Hreiðars á Gotteri.is á heiðurinn að þessar snilld sem mun slá í gegn hvar sem er.

„Mæli eignilega bara strax með að gera tvöfalda uppskrift því þetta er fljótt að fara, hvort sem þetta er bara inn í ísskáp fyrir fjölskylduna eða borið fram í veislu. Það er síðan um að gera að leika sér með liti á formum og kökuskrauti í stíl við þema hverju sinni,“ segir Bergind um uppskriftina og við hlýðum henni.

Cheerioskökur uppskrift

Um 20 stykki

  • 50 g smjör
  • 150 g suðusúkkulaði
  • 220 g þykkt sýróp
  • 130 g Cheerios
  • Kökuskraut

Aðferð:

  1. Setjið smjör, súkkulaði og sýróp saman í pott og bræðið saman við meðalháan hita.
  2. Þegar bráðið er gott að auka hitann aðeins í lokin og leyfa blöndunni að sjóða saman í um eina mínútu og slökkva síðan á hellunni.
  3. Næst má setja Cheerios saman við, blanda vel saman við súkkulaðiblönduna, skipta síðan niður í pappaform og strá kökuskrauti yfir.
  4. Gott er að geyma kökurnar síðan í kæli.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert