Svona ræktar þú kartöflur á svölunum

Það er auðveldara en þú heldur að rækta kartöflur heima …
Það er auðveldara en þú heldur að rækta kartöflur heima á svölunum. Mbl.is/Getty Images_iStockphoto

Það er leikur einn að rækta kartöflur heima í garðinum eða á svölunum ef því er að skipta. Og þetta er rétti árstíminn til að prófa sig áfram – þá í lok mars fram til seinnihluta apríl mánaðar.

Hvað þarf til?

  • Þú þarft þrjár til fimm kartöflur í hvern poka – sem hálfgerð fræ.
  • Tóman eggjabakka.
  • Stóran poka til að rækta kartöflurnar í.
  • Mold

Skref eitt:
Settu kartöflurnar í tóman eggjabakka og láttu standa út í sólríkum glugga. Innan nokkurra vikna muntu sjá kartöfluna byrja að spíra. Þegar nýju stönglarnir hafa náð um 1,5 til 2,5 cm, þá eru þær tilbúnar til gróðursetningar. Hvert kartöfluútsæði ætti að framleiða eina plöntu, sem ætti að gefa fimm til tíu kartöflur.

Skref tvö:
Sjáðu til þess að kartöflusekkirnir þínir séu með göt á botninum til að vatn nái að leka út. Fylltu því næst pokann með um það bil 10 cm af mold og legðu kartöflurnar þar ofan á. Passaðu að brjóta ekki nýju spírurnar! Setjið því næst aðra 10 cm af mold þar ofan á. Sjáið til þess að sólarljósið nái að skína ofan á pokann.

Skref þrjú:
Nú tekur við biðtími – sem getur varað í allt að 10 til 20 vikur. Geymið pokann utandyra og sjáið til þess að vökva vel. Þegar sprotarnir stækka, bætið þá við öðrum 10 cm af mold ofan á og svo aftur eftir tvær vikur.

Skref fjögur:
Uppskerutími! Þú munt vita hvenær tími er til að uppskera þegar laufin verða gul. Þá getur þú einfaldlega sturtað úr pokanum og tekið upp nýju kartöflurnar þínar.

mbl.is