2 fyrir 1 af Brauð & Co snúðum

Brauð & Co. fagnar 6 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni er boðið upp á 2 fyrir 1 afmælistilboð á snúðum frá 28. mars til 1. apríl.

„Okkur langar að þakka viðskiptavinum okkar fyrir samfylgdina í gegnum árin og bjóðum upp á 2 fyrir 1 afmælistilboð af öllum snúðum 28. mars - 1. apríl. Svo verðum við með nýbakaða skúffuköku í boði um helgina á meðan birgðir endast,“ segir í afmælistilkynningu frá fyrirtækinu.

„Vorið 2016 opnuðum við fyrsta bakaríið okkar í graffaða húsinu við Frakkastíg 16 og viðtökurnar voru alveg svakalegar. Fyrstu mánuðina þurftum við að loka allt of snemma, dag eftir dag, því allt var rifið úr hillunum en í dag eru bakaríin orðin sjö talsins, það nýjasta kaffihús á Laugavegi 180 þar sem næturvaktin var tekin upp. Það er fyrsta bakaríið á Íslandi með bílalúgu.“

„Gildin okkar hjá Brauð & Co. hafi verið einföld frá upphafi og eru enn þau sömu. Við vildum gera gæðavöru og ekki vera flækja þetta mikið. Ekkert drasl í okkar bakstur og alltaf með fókus á handverkið – við erum fyrst og fremst handverksbakarí og vinnan sem bakararnir okkar setja í hverja vöru skiptir öllu máli. Öll þessi Croissant og allir þessir snúðar. Allt gert í höndunum og við trúum því að fólk finni muninn,“ segir Sigurður Máni, framkvæmdarstjóri Brauð & Co.

mbl.is