Heimsfrægt franskt veitingahús með pop-up á Íslandi

Ljósmynd/Facebook

Einn mest spennandi matarviðburður ársins hefst á morgun þegar franski veitingastaðurinn Les Enfants du Marchéverður með pop-up á Skál!

Les Enfants du Marché er frábær veitingastaður sem er staðsettur í hinum þekkta matarmarkaði Les Enfants Rouges í Le Marais hverfinu í París.

Þau leitast við að bjóða upp á árstíðabundin hráefni, mikið af sjávarfangi og eru einungis með náttúruvín á boðstólum.

Eigendur Skál! kynntust eigandanum Michael Grosman síðasta sumar og buðu honum i heimsókn.  Á næstu mánuðum munu svo kokkar Skál fara til Parísar í staðinn og elda á Les Enfants du Marché 

Kokkarnirí Les Enfants du Marché taka yfir Skál! 30. og 31.mars  og Michael Grossman mun hella vínum og deila fróðleik um náttúruvín.

Engar borðapantanir eru mögulegar,  fyrstur kemur fyrstur fær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert