Íslensku Toro vörurnar í nýjan búning

Íslensku Toro vörurnar; sveppasósa, púrrulauksúpa, karrí sósa og íslensk kjötsúpa, hafa fengið upplyftingu í útliti.

Þessar vörur eru sérstaklega framleiddar í Bergen fyrir Íslendinga enda fást þær hvergi annars staðar. Hollusta og næring er í fyrirrúmi í framleiðslunni.

Grænmeti og kryddjurtir eru frostþurrkuð svo bragð og næringarefni varðveitist án allra aukaefna. Mikil áhersla er lögð á að framleiða Toro vörurnar á sem umhverfisvænastan hátt og auk þess er kolefnisspor allra varanna mælt. Nú má til dæmis sjá hnattarmerkið á púrrulauksúpupakkanum sem þýðir að allt innihald og framleiðsla hafi lágt kolefnisspor.

Sveppasósan og púrrulauksúpan með nýja útlitinu eru komnar í verslanir en karrí sósan og íslenska kjötsúpan breytist á næstu vikum. Magn og innihald er það sama og áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert