Leynitrixið fyrir örbylgjuofninn

Það eru mörg góð ráð sem henta fyrir örbylgjuofninn.
Það eru mörg góð ráð sem henta fyrir örbylgjuofninn. mbl.is/Getty

Á því leikur enginn vafi, að örbylgjuofn hefur komið okkur til bjargar oftar en við getum á fingrum talið. Og þá er ekki úr vegi en að deila nokkrum leynitrixum sem henta er við hitum upp afganga í ofninum.

Þegar þú hitar upp kolvetnaríkan mat eins og pasta eða pítsu, þá hefur þú eflaust lent í því að maturinn verði örlítið harður undir tönn. En þá deilum við með ykkur snjallasta ráðinu í bókinni. Það er að bæta litlum bolla af vatni með í örbylgjuofninn sem mun halda raka á matvælunum og koma í veg fyrir að t.d. pítsan verði of seig.

Annað trix sem gæti komið sér vel er þú þarft að hita tvo diska á sama tíma. Þá getur neðri diskurinn verið með fyrir miðju, lítinn bolla sem heldur uppi hinum disknum. Því í raun ætti maturinn aldrei að vera staflaður beint á miðjuna á disknum þegar hann er hitaður upp. Sem sagt, annar maturinn situr á öðrum disknum og hinn diskurinn hækkar sig um „eina hæð“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert