Sunnudagsbröns og súkkulaðisnúðar

Súrdeigsbrauð og súkkulaðisnúðar er uppskrift að fullkomnum bröns.
Súrdeigsbrauð og súkkulaðisnúðar er uppskrift að fullkomnum bröns. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er bröns sem klikkar ekki að sögn Hildar Rutar sem á heiðurinn að kræsingunum. Ofnbakaðar tómatar, ostaegg, avókadó og smjördeigssnúðar fylltir með súkkulaðismyrju.

Sunnudagsbröns og súkkulaðisnúðar

Súkkulaðisnúðar

(uppskriftin gerir 6 snúða)

 • 4 smjördeigsplötur (frosnar frá t.d. Findus)
 • 2-4 msk. súkkulaðismyrja
 • 1 pískað egg

Aðferð:

 1. Leggið smjördeigsplöturnar á borð og notið kökukefli til að stækka deigið lítillega.
 2. Dreifið nutella jafnt á tvær smjördeigsplötur og leggið hinar ofan á svo úr verði samloka með súkkulaði á milli.
 3. Skerið í sex strimla og snúið uppá þá. Búið til snúða úr þeim með því að mynda hring.
 4. Penslið með eggi og bakið í ofni við 200°C í ca. 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir gylltir.

Ristað súrdeigsbrauð meða ostaeggjum og bökuðum tómötum

 • Smjör eftir smekk
 • Avókadó eftir smekk
 • Sesamblanda krydd

Ofnbakaðir tómatar

 • 200-250 g kokteiltómatar
 • 1 msk ólífuolía
 • 2 msk ferskt oregano, smátt skorið
 • 2 msk fersk basilika, smátt skorið
 • Salt & pipar

Egg með osti

 • 6 egg
 • Ólífuolía til steikingar
 • 1 dl rifinn cheddar ostur
 • ½ rifinn parmesan ostur
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.
 2. Bakið tómatana í ca. 10-15 mínútur við 190°C.
 3. Pískið eggin í skál og steikið upp úr ólífuolíu. Blandið ostinum saman við í lokin og setjið í skál.
 4. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri, dreifið eggjum, tómötum og avókadó yfir. Kryddið með sesamkryddinu og njótið.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is