Svona þrífur þú ofninn á tíu mínútum

Hvað er langt síðan að þú þreifst bakaraofninn?
Hvað er langt síðan að þú þreifst bakaraofninn? mbl.is/

Ofninn – okkar ástsæla heimilisgræja sem bjargar okkur nánast daglega í matargerðinni. Og því ekki að ástæðulausu að hann verði skítugur með tímanum. En hér er húsráð sem þú getur gripið í og þrifið ofninn á innan við tíu mínútum.

Uppþvottavélatöflur eru algjört undraefni eins og við höfum margoft komið inn á hér á vefnum, og því ekki að nota þær víðar við þrifin? Í þessu tilviki þrífum við ofninn með því að bleyta upp í svampi og leggja töfluna þar undir. Síðan skrúbbum við ofninn með svampinum og töflunni undir sem blotnar og dreyfir sápunni og pússar í leiðinni. Skolið því næst með blautum klút eða eldhúsrúllu og þurrkið yfir með hreinum og mjúkum klút. Við leggjum til að þrífa ofninn oftar en ella, því þá verða þrifin mun auðveldari fyrir vikið ef við höldum þessu við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert