Hvað áttu að gera við afgangs rauðvín?

mbl.is/Shutterstock

Svarið við þessari spurningu hefur vafist fyrir mörgum í gegnum aldirnar enda möguleikarnir þó nokkrir. Þú getur fyrir það fyrsta sett tappann í flöskuna og tæmt hana svo á næstu dögum.

Þú getur líka hellt afgangnum í klakapoka og fryst. Þannig áttu alltaf rauðvín í sósuna þegar á þarf að halda.

Þriðji mögleikinn er svo að búa til þitt eigið rauðvínsedik.

Formúlan er einföld: 1 1/2 bolli af rauðvíni á móti 1/4 bolla af eplaediki.

Blandið saman í glerskál. Setjið tvöfalda grisju yfir og tegju utan um til að grisjan haldist þétt. Geymið á köldum og þurrum stað í átta vikur og að þeim tíma loknum áttu heimalagað rauðvínsedik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert