Helstu mistökin sem fólk gerir við gólfþvott

mbl.is/Colourbox

Kannastu við að gólfið sé skýjað þrátt fyrir að hafa nýlokið þrifum og skúrað yfir? Þetta er endurtekið vandamál á mörgum heimilum og mögulega er þetta ástæðan.

  • Við viljum alls ekki að gólfið okkar sé með rákir eða slæðu eftir að hafa klárað helgarþrifin. Ein ástæðan getur verið að moppan sé skítug! Annaðhvort hefurðu notað skítuga moppu eða moppan hefur ekki verið þrifin nægilega vel í síðasta þvotti, en mælt er með að setja moppur og tuskur á suðu á milli notkunar.
  • Önnur ástæða getur verið sápuskömmtunin, því of mikil sápa í vatnið getur endað illa á gólfinu. Í raun þarf ekki mikla sápu til að skúra gólfin og sumir halda því fram að við eigum ekki að nota neina sápu. Best sé að nota volgt vatn og til að fríska upp á gólfin má setja skvettu af borðediki út í vatnið – það svínvirkar.
mbl.is