Fann mús í hamborgaranum

Einn þekktasti skyndibiti heims er McDonalds.
Einn þekktasti skyndibiti heims er McDonalds. mbl.is/AFP

Konu nokkurri varð heldur betur brugðið er hún pantaði sér hamborgara á McDonald’s í Ástralíu og fann litla mús hjúfra sig undir ostinum.

Hér var þó blessunarlega ekki um lifandi mús að ræða, heldur Happy Meal leikfang af músinni Jerry, betur þekkt sem músin í teiknimyndunum um Tomma og Jenna. Leikfangið lá þétt undir bræddum ostinum á Big Mac hamborgaranum. Konan birti myndband af atvikinu á TikTok og rauk áhorfið upp í tæpar 2 milljónir á mettíma. Hún ákvað þó að hafa ekki samband við skyndibitakeðjuna en þeir létu fljótt í sér heyra og báðu hana vinsamlegast um að nálgast sig. Engum sögum fer að því hver ber ábyrgð á atvikinu en það gefur nánast augaleið að hrekkjóttur starfsmaður hafi verið þarna að verki.  

Litla músin sem um ræðir reyndist vera leikfang.
Litla músin sem um ræðir reyndist vera leikfang. mbl.is/Caters/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert